fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Enginn skildi af hverju hann valdi þetta númer: ,,Ég býst við að búningastjórinn hafi leitt mig í gildru“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli þegar Khalid Boulahrouz skrifaði undir samning við Chelsea árið 2006.

Boulahrouz var hollenskur landsliðsmaður en hann spilaði í bakverði og lék á Stamford Bridge í tvö ár.

Það var ansi sérstakt að Boulahrouz klæddist treyju númer níu sem er afar óvenjulegt fyrir varnarmann.

Boulahrouz ræddi í dag af hverju hann var númer níu og var Jose Mourinho, stjóri liðsins, einnig undrandi á því vali.

,,Það var alltaf minn draumur að gerast framherji fyrir topplið, ég hugsaði að ég gæti kannski látið það gerast með þessu!“ sagði Boulahrouz.

,,Nei, ég kom bara þangað og þetta gerðist allt svo fljótt. Keppnin var nú þegar byrjuð og tveimur dögum fyrir leik gegn Middlesbrough þá krotaði e´g undir.“

,,Einum degi fyrir leik þá var ég löglegur. Ég þurfi að velja númer og búningastjórinn byrjaði að telja upp frá níu.“

,,Hann hélt áfram og nefndi 45 og 47… Ég hugsaði að ég myndi ekki nota þannig númer og sagði honum að láta mig fá níuna.“

,,Á leikdegi þá spurði Mourinho mig af hverju ég hafði valið númerið níu. Ég sagði við hann að mig langaði ekki að nota hátt númer eins og 47 eða 49.“

,,Hann sagði við mig að tvisturinn væri líka laus. Ég hugsaði bara: ‘Guð minn góður, hvað er ég að gera? Ég býst við að búningastjórinn hafi leitt mig í gildru.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu