fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Versta minning Kára á ferlinum: Of stór hjálmur og slagur í rútunni – ,,Þetta var shocking“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. júní 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Kári Árnason, sem hefur átt magnaðan feril í atvinnumennsku, hann er nú mættur heim eftir 15 ára feril erlendis. Kári lék í Svíþjóð, Danmörku, Englandi, Skotlandi, Kýpur og Tyrklandi á ferlinum.

Kári var hluti af liði Malmö á sínum tíma er sænska stórliðið heimsótti risalið Real Madrid á Spáni.

Það er versta minning Kára á knattspyrnuvellinum en liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu þar sem Malmö þurfti á sigri að halda í riðlakeppninni.

Kári talar ekki vel um liðsfélaga sína á þessum tíma en það voru sumir sem einfaldlega vildu ekki taka þátt í þessu verkefni.

,,Það var bara niðurlæging af verstu sort. Ég var mjög óánægður með marga liðsfélaga, þetta var síðasti leikur tímabilsins og við áttum ekki séns á að komast áfram nema að vinna Real Madrid á útivelli,“ sagði Kári.

,,Það var ekki að fara að gerast. Við vorum ekki nógu góðir til þess. Það var einn sem feikaði meiðsli og annar fékk viljandi gult spjald. Þetta var shocking.“

,,Við fórum þarna með hálft lið, mórallinn ekki upp á sitt á besta á þessum tímabili, slagur daginn fyrir leik inn í rútu og eitthvað svona bullshit.“

,,Við vorum bara engan veginn tilbúnir í þetta. Markmaðurinn var með einhvern hjálm eftir eitthvað samstuð á æfingu, hann æfði ekkert og mætti svo bara í leikinn með of stóran hjálm.“

,,Þetta var bara martröð. Þetta er mín versta minning á fótboltavelli. 3-0 í hálfleik, ég reyndi að segja við þá að ‘shut up shop’ að við værum héðan með 3-0 tap, að við værum ekki að reyna að skapa einhver færi, bara loka því sem loka þarf.“

,,Það var ekki hlustað á það! Við vorum bara að spila boltanum út flottir á því og fengum bara 8-0 í andlitið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar