Bjarki Már Sigvaldsson er látinn 32 ára að aldri en þær fréttir voru staðfestar á fimmtudaginn.
Bjarki hafði undanfarin ár barist við krabbamein og tapaði þeirri baráttu í vikunni. Hann skilur eftir sig eiginkonu og tíu mánaða gamla dóttur.
Bjarki tjáði sig ítarlega í viðtali við Ísland í dag fyrr á árinu og fékk stuðning úr öllum áttum hér heima.
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, setti inn afar fallega færslu á Instagram síðu sína í dag.
Þar kvaddi Gunnleifur góðan vin sinn en Bjarki er fyrrum knattspyrnumaður og spilaði með HK.
Gunnleifur birti mynd af þeim saman og heitir því að halda minningu hans á lofti.
Fallega færslu hans má lesa hér.