Jón Kári Eldon, knattspyrnumaður, þurfti að taka út refsingu í morgun eftir að hafa tapað veðmáli við félaga sinn.
Jón tók veðmáli við vin sinn Arnar Smárason á síðasta ári en þeir halda með Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Jón var viss um að Arsenal myndi enda ofar í deildinni í vetur en Liverpool sem gerðist ekki. Liverpool hafnaði í öðru sæti og Arsenal því fimmta.
Eftir að hafa tapað veðmálinu þurfti Jón að hlaupa tæplega 20 kílómetra og labba aðra níu.
,,Erfiðasta sem ég hef gert, án gríns,“ sagði Jón eftir hlaupið en Arnar fylgdi honum alla leið og lýsti því sem gerðist á Twitter-síðu sinni.
Jón fékk svo Dominos pizzu í verðlaun eftir að hafa klárað refsinguna og borðar hana væntanlega yfir landsleiknum.
Hér má sjá það sem átti sér stað.
Áfram gakk pic.twitter.com/89JJhpoWmg
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
Okkar maður er nú bara að taka Reykjanesbrautina. Miða við búnað þá er Reykjanesbrautin 400km. pic.twitter.com/UOeTZrw0zB
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
Það er einhver topp maður mættur að hjóla með @jonkarieldon pic.twitter.com/l5uHkdaNEh
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
Tæpir 10 km í hús. Segist vera fínn. pic.twitter.com/jREcLOTrsI
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
16 km eftir. pic.twitter.com/vS2UyRz9Bb
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
Byrjaður að labba. “Ég verð að safna kröftum” Hann er kominn með krampa í báðar fætur. 18 km búnir tæpir 12 eftir. Tími 2 tímar og 40 min. pic.twitter.com/0t3SHY5UgF
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019
Komnir í mark. Hlaupið tæpir 20km og labbaðir 9 km. @jonkarieldon er gjörsamlega búinn á því. “Erfiðasta sem ég hef gert, án gríns”. Nú er það matur í boði Dominos. Sama veðmál aftur fyrir næsta season? pic.twitter.com/xuOgnhHtE1
— Arnar Smárason (@smarason1) 8 June 2019