Nú var að klárast leikur Suður-Afríku og Spánar en liðin eigast við á HM kvenna sem haldið er í Frakklandi.
Spánn var fyrir leikinn talið mun sigurstranglegra liðið en Suður-Afríka var lengi með 1-0 forystu í leiknum.
Á 69. mínútu skoraði Spánn svo jöfnunarmark er Jennifer Hermoso var örugg á vítapunktinum.
Það víti var réttur dómur en svo á 80. mínútu fengu Spánverjar annað víti sem og eru knattspyrnuaðdáendur bálreiðir.
Vítið var dæmt á varnarmanninn Nothando Vilakazi og fékk hún um leið sitt annað gula spjald.
Myndbandstæknin VAR var notuð til að dæma vítið en óhætt er að segja að dómurinn sé gríðarlega umdeildur.
Hermoso steig aftur á punktinn og skoraði og skoruðu Spánverjar svo þriðja mark sitt stuttu seinna eftir brottrekstur Vilakazi.
Sjón er sögu ríkari.
Spain’s second penalty pic.twitter.com/bXxouJ7DOH
— RJ (@rga_02) 8 June 2019