Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður, kom við sögu í dag er Ísland spilaði við Albaníu á Laugardalsvelli.
Kolbeinn fékk frábærar móttökur á vellinum í dag en hann spilaði síðustu 25 mínúturnar í 1-0 sigri.
,,Það er æðislegt að fá svona móttökur. Ég elska að spila fyrir Ísland og eins og ég sagði áðan þá veit ég ekki hvað ég á að segja við þessu. Maður fær bara fiðring,“ sagði Kolbeinn.
,,Mér fannst við eiga góðan leik og að koma inn þegar 25 mínútur voru eftir var fínt. Ég fann mig helvíti góðan. Ég er mjög jákvæður á þetta.“
,,Hamren vildi fá lengri bolta fram og ég átti að halda honum og reyna að draga liðið framar. Það var svona uppleggið og hlaupa eins og tittlingur og berjast.“
,,Ég er kominn miklu lengra en ég var í síðustu leikjum. Það er geggjað að finna það, það gefur mér ákveðið sjálfstraust líka, að koma inn og finna að líkaminn sé góður.“
Nánar er rætt við Kolbein hér fyrir neðan.