Ísland 1-0 Albanía
1-0 Jóhann Berg Guðmundsson(22′)
Íslenska karlalandsliðið spilaði við Albaníu í undankeppni EM í dag en leikið var á Laugardalsvelli.
Um var að ræða þriðja leik Íslands í riðlakeppninni og unnu strákarnir gríðarlega mikilvægan sigur.
Ísland hafði tapað gegn Frökkum og unnið Andorra fyrir leikinn í dag sem endaði með 1-0 sigri.
Það var Jóhann Berg Guðmundsson sem sá um að tryggja Íslandi sigur með frábæru marki í fyrri hálfleik.
Jói Berg átti magnaðan sprett framhjá varnarmönnum gestanna og kláraði færi sitt vel sem dugði til sigurs.
Síðar þurfti vængmaðurinn hins vegar að fara meiddur af velli og er óljóst hvort hann geti spilað gegn Tyrkjum.
Ísland er nú með sex stig í riðlinum eftir sigurinn en næsti leikur er gegn Tyrkjum á þriðjudag.