fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Hannes segir að sögusagnirnar hafi ekki náð til sín: ,,Ég pældi ekkert í þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júní 2019 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Íslands í dag er liðið vann 1-0 sigur á Albaníu í undankeppni EM.

Hannes var að vonum sáttur eftir leikinn í dag en sigurinn var afar mikilvægur fyrir strákana okkar.

,,Það var virkilega ljúft að halda hreinu. Það var frábært að vinna og halda hreinu. Gott veður, góð stemning og mikilvægur sigur,“ sagði Hannes.

,,Nú erum við brosandi og það var gaman í dag. Það var mikill léttir.“

,,1-0 sigrarnir þeir þykja oftast sætastir, allavegana fyrir okkur markmennina, þegar hann flautar loksins af.“

,,Þetta var bara flott frammistaða. Við spiluðum eftir aðstæðum og gerðum það sem þurfti. Þeir áttu ekkert í seinni hálfleik svo við gerðum þetta vel.“

Það var talað um að Ögmundur Kristinsson myndi byrja leikinn í dag en Hannes segir að sú umræða hafi ekki náð til sín.

,,Þetta náði alls ekki til mín. Ég vissi alveg hvar ég stóð og pældi ekkert í þessu.“

Nánar er rætt við Hannes hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum

United komið í formlegar viðræður um kaup á belgíska markverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína

Móðir Rabiot stígur inn eftir að sonur hennar var settur til hliðar eftir slagsmál – Minnir á að Greenwood lamdi unnustu sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið

Logi skoraði í Grikklandi – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Í gær

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool