Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Íslands í dag sem spilaði við Albaníu á Laugardalsvelli.
Birkir var að spila sinn fyrsta leik í nokkra mánuði en hann hefur ekkert fengið að leika með Aston Villa á þessu ári.
,,Skrokkurinn tók vel í þetta. Síðustu leikir sem ég spilaði voru með landsliðinu svo það eru nokkrir mánuðir en ég hef æft vel og haldið mér í formi,“ sagði Birkir.
,,Fyrri hálfleikur var mjög góður fannst mér en við reyndum að vera svolítið klókir í þeim seinni, við vorum með þrjú stig og sóttum ekki á of mörgum mönnum sem tókst vel.“
,,Ég var liggjandi í grasinu en ég sá þegar hann setti hann í markið. Það var frábært að fá þrjú stig.“
,,Ég er miðjumaður, það er klárt. Mér hefur alltaf liðið vel á kantinum með landsliðinu en ekki jafn vel með félagsliði. Það er skemmtilegra að spila á miðjunni.“