,,Það er búið að ganga vel undanfarið, sjálfstraustið er á góðum stað,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður Hammarby og íslenska landsliðsins. Flestir búast við því að Viðar muni leiða sóknarlínu Íslands gegn Albaníu á laugardag.
Um er að ræða leik í undankeppni EM en á þriðjudag er svo annar heimaleikur gegn Tyrklandi. Viðar hefur gert vel í Svíþjóð, þar er hann á láni frá Rostov, í Rússlandi.
,,Það er búið að vera mjög gott, spila leiki, spila vel, skora eitthvað,“ sagði Viðar en miðað við stöðu annara framherja, býst hann við því að fá stærra hlutverk?
,,Já, já. Ég reikna alltaf með því að spila, það verður að koma í ljós hvað þjálfararnir gera. Ég er klár.“
Viðar skoraði glæsilegt mark í síðasta verkefni landsliðsins, gegn Andorra. Hann fagnaði svo með því að þagga niður í þeim sem höfðu gagnrýnt valið á honum, sérstaklega Kjartan Henry Finnbogason. Fær þjóðin sama fagn ef Viðar skorar á laugardag?
,,Við sleppum því, það er var bara á því augnabliki.“
Viðtalið við Viðar er í heild hér að neðan.