Lionel Messi og félagar hans í Barcelona upplifðu ótrúlega svekkjandi tap á tímabilinu sem var að ljúka.
Barcelona vann frábæran 3-0 sigur á Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fyrri leiknum af tveimur.
Það leit allt út fyrir að Barcelona myndi fara áfram í úrslit en Liverpool vann svo seinni leikinn á magnaðan hátt, 4-0.
Mateo, sonur Messi, er byrjaður að halda með Liverpool eftir að hafa séð seinni leik liðanna.
Messi fékk að heyra þessi orð frá syni sínum er þeir eyddu tíma saman heima.
,,Við vorum að leika okkur saman heima og hann sagði við mig: ‘Ég er Liverpool því þeir unnu þig.‘
Liverpool er því komið með aðdáanda úr Messi fjölskyldunni. Mateo er fjögurra ára gamall og er yngri sonur Messi.