fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Jón Daði tók ranga ákvörðun og var ekki tilbúinn: ,,Eins og maður sé useless“

433
Miðvikudaginn 5. júní 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður, er mættur til æfinga fyrir leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM.

Jón Daði hefur þurft að glíma við erfið meiðsli á þessu tímabili en hann spilaði lítið með Reading á þessu ári.

Undanfarnar vikur hefur Jón Daði verið á Selfossi að koma sér í form en hann hefur aldrei áður farið í gegnum svona meiðslavandræði.

,,Standið er mjög gott. Ég náði síðustu æfingavikunni í Reading úti með liðinu. Það var svolítið týpískt að maður færi beint í frí eftir meiðslin,“ sagði Jón Daði.

,,Landsliðið vildi að ég héldi áfram að halda mér í standi og það var alltaf markmiðið. Maður var bara að æfa á Selfossi með Gunnari Borgþórssyni og svona, það er mjög fínt.“

,,Hann lét mig ekki í friði, það voru engin leiðindi en hann var mjög góður með mig en drap mig líka á köflum.“

,,Þetta var nýtt fyrir mér því ég hef ekki upplifað það að vera svona mikið meiddur á ferlinum svo þetta eru ákveðin tímamót að maður gangi í gegnum þetta núna.“

,,Ég er 27 ára gamall, það er ekki eins og maður sé eldgamall þannig þetta var nýtt fyrir mér að lenda í svona álagsmeiðslum hér og þar. Þetta er bara hundleiðinlegt. Manni líður bara eins og manni sé useless með sjúkraþjálfaranum og svo eru allir hinir á vellinum.“

,,Maður byrjaði mjög vel, var með sjálfstraust og var með momentum en svo gerist þetta. Maður er að fara á völlinn aftur og reyna að komast sem fyrst á völlinn en það var ekki rétt ákvörðun, maður var ekki tilbúinn almennilega og meiðist aftur. Maður var í kappi við tímann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó