Joey Barton, fyrrum knattspyrnumaður hjá Manchester City og Newcastle, elskar að komast í fréttirnar.
Barton er í dag þjálfari Fleetwood Town á Englandi en hann var ráðinn til starfa fyrir leiktíðina sem var að klárast.
Barton var þekktur fyrir það á sínum ferli að vera mjög skapstór og var til að mynda ásakaður um að ráðast á Daniel Stendel, stjóra Barnsley fyrr á árinu.
Í dag var svo birt myndband þar sem má sjá Barton brjálast á strönd og ráðast þar á þrjá menn er slagsmál brutust út.
Barton hafði hitað upp fyrir eigin giftingu í bænum Newquay en honum og vinum var hent út af veitingastað stuttu áður.
Ölvaður Barton og hans vinir lentu svo í slagsmálum á ströndinni sem endaði með því að Barton kýldi að minnsta kosti þrjá menn.
Maðurinn er í miklu veseni og þarf greinilega á hjálp að halda.
Joey Barton at it again pic.twitter.com/TnoxwPTUP1
— Alexander Redford (@ftfc_Redford) 30 May 2019