fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Dúndrað fyrir rútuna og mannorðið í hættu: ,,Þar voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum“

433
Föstudaginn 17. maí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

4. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær, Valur vann góðan sigur á Fylki og Grindavík hafði betur gegn KR. HK lagði ÍBV og Stjarnan vann góðan sigur á Víkingi.

Blikar gerðu góða ferð á Akureyri og vann KA, þá tapaði FH á barnalegan hátt gegn ÍA.

Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins gerir upp umferðina með okkur.

Mál framherjans Gary Martin var að sjálfsögðu tekið fyrir en hann er í kuldanum hjá Val þessa stundina.

Gary var bannað að mæta á æfingu hjá Val á dögunum og var svo ekki í leikmannahópinn gegn Fylki í gær.

Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is og Bjarni fóru yfir málið sem hefur verið á milli tannanna á fólki.

Bjarni segir að það hafi verið undarlegt að Valsmenn hafi sótt Gary til að leysa Patrick Pedersen af hólmi.

,,Manni fannst þetta alltaf skrítið að Valur væri að sækja þennnan framherja á sínum tíma,“ sagði Bjarni.

,,Hann er svo allt öðruvísi týpa en Patrick Pedersen. Valur sótti Tobias Thomsne á sínum tíma og það hentaði engan veginn í þetta Valslið.“

,,Maður hefði haldið að þeir myndu leita að annarri týpu eins og Patrick Pedersen því þeir vissu að þeir myndu missa hann. Manni fannst þetta skrítið.“

,,Óli Jó er eins og hann er. Þetta er örugglega stál í stál hjá honum og Gary og þeir hafa kannski náð illa saman. Ég held að þetta snúist um að hann geti ekki stjórnað honum.“

Hörður bætir við að Gary ætti ekki að koma Óla Jó á óvart enda leikmaður sem hefur spilað lengi hér á landi.

,,Óli Jó sækir þennan leikmann, A: hann veit hvernig leikmaður hann er því hann hefur spilað það lengi á Íslandi og hann veit nákvæmlega hvernig leikmaður hann er.“

,,B: Hann veit alveg hvernig týpa Gary Martin er líka, hann veit að hann er ekki að fá einhvern kórdreng sem hann getur fjarstýrt. Hann er að fá gæja sem hann þarf að hafa fyrir.“

,,Er ekki svolítið ódýrt að kasta honum fyrir rútuna eftir slæma byrjun? Honum var bara dúndrað fyrir rútuna. Valsmenn vilja ekki segja nákvæmlega hvort eitthvað hafi gengið á, það veit það enginn.“

,,Mér finnst eins og þeir séu aðeins að skemma mannorð Gary Martin. Hvað halda önnur lið á Íslandi þegar leikmanni er bara sagt eftir þrjá leiki, ekki mæta á æfingu einu sinni.“

,,Það gefur til kynna að það hafi rosalega mikið gengið á.“

Bjarni segir að þessi skipti minni á það þegar Tryggvi Guðmundsson samdi við Fylki á sínum tíma þar sem hann gat ‘trúðast’ með nokkrum öðrum leikmönnum.

,,Þegar hann var í KR þá voru ákveðnir trúðar sem voru að trúðast með honum. Þetta er bara eins og Tryggvi Guðmunds fór í Fylki og hann tók nokkra með sér sem hann fór með í ríkið reglulega.“

,,Ég get ímyndað mér að það séu gæjar eins og Ólafur Karl Finsen og örugglega einhverjir útlendingar, Kaj Leo og kannski Emil Lyng. Þessir gæjar sem hafa verið að valda vonbrigðum einhvern veginn og virðast ekki vera með hausinn á réttum stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin