Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta leik fyrir lið Cardiff City í dag en hann er á leið til Katar.
Aron hefur skrifað undir samning við Al Arabi í Katar og mun þar vinna með Heimi Hallgrímssyni.
Cardiff vann frábæran 2-0 sigur á Old Trafford í lokaleik Arons en Manchester United var andstæðingurinn.
Eftir leik þá kvaddi Aron stuðningsmenn Cardiff og stýrði víkingaklappinu fræga.
Aron er vanur að stýra víkingaklappinu með íslenska landsliðinu eins og allir ættu að vita.
Aron Gunnarsson signing off with a Viking Clap. pic.twitter.com/VxUs9Gota3
— Callum Ellis (@CallumJEllis) 12 May 2019