Kolbeinn Sigþórsson kom ekki við sögu hjá liði AIK í dag sem mætti Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni.
Kolbeinn og félagar unnu 2-0 sigri á grönnum sínum en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á dögunum.
Eins og flestir vita hafa meiðsli lengi hrjáð Kolbein og hefur hann nánast ekkert spilað síðustu þrjú árin.
Rikard Norling, þjálfari AIK, staðfesti það á blaðamannafundi eftir leik í dag að Kolbeinn væri meiddur.
Kolbeinn lék um 20 mínútur í síðasta leik AIK en það var hans fyrsti leikur síðan hann kom til félagsins í mars.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Kolbeins eru að svo stöddu en vonandi hans og okkar vegna eru þau ekki slæm.