Það er ekkert leyndarmál að El-Hadji Diouf, fyrrum leikmanni Liverpool, er illa við fyrrum samherja sinn, Jamie Carragher.
Carragher og Diouf hafa oft átt orðaskipti í gegnum fjölmiðla en samband þeirra hefur aldrei verið gott.
Nú hefur Diouf ákveðið að skjóta á Carragher á ný en hann lék yfir 700 leiki fyrir Liverpool.
Diouf segir að Carragher hafi aldrei verið gæðamikill leikmaður og spilaði hann bara því hann er uppalinn hjá félaginu.
,,Jamie Carragher er með tvær vinstri lappir. Hann er hægrifótar leikmaður sem er með tvær vinstri lappir og spilaði bara því hann er frá Liverpool,“ sagði Diouf.
,,Ef hann hefði ekki verið krakki frá Liverpool þá hefði hann aldrei átt þennan feril sem hann átti.“
,,Ég var með eistun í að yfirgefa mitt heimili og reyna á hæfileikana hér í Evrópu.“
,,Var það nauðsynlegt fyrir hann að semja við Inter Milan eða Real Marid? Fékk hann einhver tilboð á ferlinum?„