Luis Suarez er mjög umdeildur leikmaður en hann spilar fyrir lið Barcelona á Spáni sem datt úr keppni í Meistaradeildinni á þriðjudag.
Frank Leboeuf, fyrrum leikmaður Chelsea, brosti mikið er hann sá Suarez kveðja keppnina á Anfield.
Lebouef þolir ekki Suarez sem leikmann þó að hann sé aðdáandi spænska liðsins.
,,Ég er aðdáandi Barcelona en það var gaman að sjá þá detta úr keppni vegna Luis Suarez,“ sagði Lebouef.
,,Ég get ekki borið virðingu fyrir knattspyrnumanni eins og honum. Hann er svindlari og ég hata hvernig hann spilar.“
,,Ef ég hefði spilað við hann þá hefði ég gert allt mögulegt til að láta reka hann af velli.“
,,Það sem hann gerði gegn Gana á HM, hann beit tvo andstæðinga. Hann er ömurleg fyrirmynd fyrir ungt fólk.“