Það ræðst í dag hvaða lið verður enskur meistari, Manchester City vinnur deildina með sigri gegn Brighton.
Liverpool verður að vinna Wolves og treysta á að Brighton takist hið ómögulega. Liverpool er án Roberto Firmino en annars er liðið með sitt besta lið.
Liverpool er með 94 stig en Manchester City hefur 95 stig og hefur því öll tök á þessu.
Stuðningsmenn Liverpool fóru í Seljakirkju klukkan 11:00 í morgun og báðu til guðs, þeir treysta á kraftaverk.
Liverpool hefur ekki unnið deildina í 29 ár og vilja allir tengdir félaginu, binda enda á það.
Hér að neðan má sjá myndband úr messu stuðningsmanna Liverpool, á Íslandi.
Svona er gott að byrja úrslitaleiksdag! #kopis #ynwa #baraeittlið #ibelieve pic.twitter.com/8mEG6fLnRI
— Magnús Þór Jónsson (@maggimark) May 12, 2019