Liverpool spilaði við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Anfield, heimavelli þeirra rauðu.
Sadio Mane gerði tvennu fyrir lið Liverpool sem vann 2-0 sigur en það var ekki nóg til að tryggja titilinn.
Manchester City vann sinn leik gegn Brighton á sama tíma 4-1 og endar einu stigi fyrir ofan Liverpool.
Við rákumst á ansi skemmtilegt myndband í kvöld þar sem má sjá dóttur markahróksins Mo Salah.
Dóttur Salah tókst að koma boltanum í netið á Anfield fyrir framan stuðningsmenn liðsins sem fögnuðu mikið.
Skemmtilegt en atvikið má sjá hér.
The biggest Anfield cheer of the day is for Mo Salah’s daughter, who scored this at the Kop ??? pic.twitter.com/q7ZdgrMb95
— FootballJOE (@FootballJOE) 12 May 2019