Unai Emery, stjóri Arsenal, þarf að selja Mesut Özil í sumar samkvæmt fyrrum leikmanni liðsins, Emmanuel Petit.
Petit hefur alls ekki verið hrifinn af Özil undanfarið en hann lék með Arsenal gegn Valencia á fimmtudag er liðið komst í úrslit Evrópudeildarinnar.
,,Það eru svo margir leikmenn hjá Arsenal sem þurfa að yfirgefa félagið í sumar,“ sagði Petit.
,,Það er of langt síðan þeir voru að berjast um titilinn og þeir ná því bara ef þeir bæta leikmannahópinn.“
,,Þeir verða að halda sig við Emery, hann er ekki vandamálið. Að hafa komist í úrslit Evrópu er stórt því hann gerði það með leikmenn sem voru mest megnis hérna undir Arsene Wenger.“
,,Til dæmis, hvað er í gangi með Mesut Özil? Það er eins og hann sé dauður á vellinum, hann er draugur.“
,,Hann er týndur og það er kominn tími á að Emery snúi blaðinu við.“