Óhugnanlegt atvik átti sér stað í Vestmannaeyjum í dag er lið ÍBV og Grindavíkur áttust við.
Um var að ræða leik í Pepsi Max-deild karla en honum lauk með 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli.
Á 9. mínútu leiksins í dag þá meiddist Sigurjón Rúnarsson hjá Grindavík en hann fékk mjög slæmt höfuðhögg.
Sigurjón lá lengi á vellinum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl engin áhætta var tekin.
Nú er Grindavík búið að birta mynd af byltu Sigurjóns en hann lenti mjög illa eftir baráttu við Guðmund Magnússon.
Hér má sjá lendinguna.
Mynd náðist af byltunni hans @runarsson1 ?
Það þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr. Peyinn er mikið hörkutól og mun jafna sig fljótt og vel ??#Fotboltinet #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/vwVtQVoYE0
— UMFG (@umfg) 11 May 2019