fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Ekki að ganga hjá færeyska Robben

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. maí 2019 21:57

Færeyski Robben?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tapaði öðrum leik sínum í Pepsi Max-deild karla í dag er liðið spilaði við ÍA á heimavelli.

Valsmenn voru með eitt stig eftir tvær umferðir fyrir leik kvöldsins en þurftu að sætta sig við 2-1 tap heima gegn ÍA.

Frábær frammistaða hjá nýliðunum sem eru nú með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina sem er góð uppskera.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Þvílíkt lið sem Jóhannes Karl Guðjónsson er að byggja upp. ÍA er til alls líklegt á þessu tímabili í efstu deild.

Liðið er gríðarlega skipulagt og með góða leikmenn innanborðs. Nefna má Tryggva Hrafn Haraldsson og varnarmanninn Lars Johansson sem hafa verið frábærir. 

Það er auðvelt að missa haus gegn liði eins og Val en Skagamenn héldu þetta út. Eitt klaufalegt víti en meira var það ekki.

Á síðustu leiktíð virtust lið sýna Val of mikla virðingu. Skagamenn taka ekki þátt í því.

Mínus:

Emil Lyng fór af velli fyrir Val eftir 12 mínútur vegna meiðsla. Engin óskabyrjun fyrir Valsmenn.

Kaj Leo í Bartolsstovu kom inná í hans stað. Kaj Leo er flottur leikmaður og sannaði það með ÍBV. Hann virðist þó ekki henta liði Vals, hann er eins og færeyskur Arjen Robben. Robben getur alltaf leitað inn á völlinn enda með gæðin til þess. Kaj Leo gerir það sama og er mjög fyrirsjáanlegur. Ákvarðanatakan er eitthvað sem hann þarf að bæta og það er einfaldlega ekki nóg að vera með einn nothæfan fót.

Það er eins og þetta séu aðallega bara einstaklingar að spila fyrir sig í þessu Valsliði. Mórallinn virðist vera slæmur og liðsandinn er bara ekki sá sami.

Undir lokin pressuðu Valsmenn verulega en á sama tíma var eins og ÍA væri alltaf með þetta í sínum höndum.

Bæði mörk Skagamanna komu eftir fast leikatriði. Menn virðast bara týndir hjá Val, eitthvað sem þarf að laga og það strax.

Valsmenn áttu þó að fá víti undir lok leiksins að mati blaðamanns. Andri Adolphsson féll í teignum eftir viðskipti við Einar Loga. Einar setti löppina fyrir Andra innan teigs og var heppinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar