Óhugnanlegt atvik átti sér stað í Vestmannaeyjum í dag er lið ÍBV og Grindavíkur áttust við.
Um var að ræða leik í Pepsi Max-deild karla en honum lauk með 2-2 jafntefli á Hásteinsvelli.
Á 9. mínútu leiksins í dag þá meiddist Sigurjón Rúnarsson hjá Grindavík en hann fékk mjög slæmt höfuðhögg.
Sigurjón lá lengi á vellinum á meðan beðið var eftir sjúkrabíl engin áhætta var tekin.
Grindavík var rétt í þessu að gefa frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Sigurjón sé búinn í sneiðmynd.
,,Sigurjón er búinn í sneiðmynd. Fór betur en á horfðist,“ stendur í tilkynningu Grindavíkur.
,,Hann er heill en verulega stíur og verður í einhverja daga. Næsta vika verður erfið.“
Það voru yfir 20 mínútur í uppbótartíma í Eyjum eftir meiðsli leikmannsins og óskum við honum góðs bata.