Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er reiður út í UEFA eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Leikurinn fer fram þann 1. júní í næstkomandi og mun Liverpool spila við Tottenham í úrslitum keppninnar.
Það eru margir landsliðsmenn í þessum liðum og svo fimm dögum seinna fara fram undanúrslit Þjóðadeildarinnar þar sem England spilar við Holland.
,,Þann 1. júní spilum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar og svo þann 6. júní er frábær keppni sem nefnist Þjóðadeildin,“ sagði Klopp.
,,Allir horfðu á mig þegar ég sagði að það væri ekki góð hugmynd. Nú er kom upp svolítið óvænt, tvö ensk lið í úrslitum Meistaradeildarinnar.“
,,Ef þú lærir ekki á hvernig á að höndla þessa leikmenn í þessum keppnum þá er það leið til að drepa þennan magnaða leik. Nú eru aðrir sem þurfa að taka á þessu.“