Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, var mjög glaður á þriðjudag er hann horfði á leik Liverpool og Barcelona.
Sterling er sjálfur fyrrum leikmaður Liverpool en hann gekk í raðir City fyrir fjórum árum síðan.
Liverpool vann frábæran 4-0 heimasigur á Börsungum og spilar við Tottenham í úrslitum keppninnar.
,,Ég var svo ánægður fyrir hönd Liverpool, ég var himinlifandi,“ sagði Sterling.
,,Fólk trúir mér kannski ekki en það er satt. Ég er mjög ánægður fyrir hönd stráka eins og Jordan Henderson og Trent Alexander-Arnold, að sjá þá í úrslitunum gerir mig glaðan.“