fbpx
Sunnudagur 30.nóvember 2025
433Sport

Skúli fékk slæmt höfuðhögg og óvíst er hvenær hann nær bata: ,,Alveg ruglaður í 15 mínútur eftir atvikið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. maí 2019 14:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR veit ekki hvort hann geti spilað fótbolta á morgun eða á næsta ári. Ástæðan er mjög slæmt höfuðhögg sem Skúli fékk á dögunum, hann man ekkert eftir atvikinu.

Skúli er einn mikilvægasti leikmaður KR, fjarvera hans gerir liðið fremur þunnskipað í öfustu línu. ,,Ég er í þeirri stöðu að ég hef lítið getað hreyft mig, ég er enn þá að glíma við einkenni eftir þetta högg. Á meðan ég finn fyrir þeim, þá má ég ekki gera neitt,“ sagði Skúli þegar blaðamaður ræddi við hann í dag.

,,Þetta er þannig dæmi að ég gæti verið klár eftir tvær vikur, ég gæti líka bara verið klár í haust eða á næsta ári. Þetta er algjör óvissa, mér líður aðeins betur en ekki alveg nóg.“

Skúli skall saman við Arnór Svein Aðalsteinsson á æfingu KR, ekki var bolti í kring. Þeir hlupu hreinlega saman, algjört slys.

,,Þetta var algjört slys, við vorum bara að hlaupa og sáum ekki hvorn annan. Við skullum saman, ég man ekkert eftir atvikinu. Ég rotaðist ekki, en ég var alveg ruglaður bara í 10-15 mínútur eftir atvikið.“

,,Ég er að komast á það stig að geta hreyft mig aðeins, ég er að verða það góður. Ég þarf að gera þetta mjög hægt, ég fer ekki almennilega af stað fyrr en öll einkenni hverfa. Ég fór af stað fyrst eftir einhverja tíu daga, þá kom mikið bakslag. Ég var handónýtur í 2-3 vikur eftir það.“

Óvissan með svona meiðsli er mikil, á meðan einkennin hrjá Skúla. Má hann ekkert gert.

,,Þetta eru ömurleg meiðsli, venjulega þegar þú ert frá þá færðu einhvern tímaramma. Í svona meiðslum, getur enginn sagt neitt. Þú verður bara finna það hjá sjálfum þér, það gæti komið á morgun eða eftir mánuð, það er algjör óvissa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar