Breiðablik vann sterkan sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið spilaði við Víking Reykjavík.
Það voru fjögur mörk á boðstólnum á Wurth vellinum en þrjú af þeim gerðu Blikar og skoraði Kolbeinn Þórðarson tvennu.
Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús
Kolbeinn Þórðarson stimplaði sig vel inn í kvöld, stuðningsmenn Blika vilja sjá hann byrja alla leiki.
Það er jákvæður hausverkur fyrir Ágúst Gylfason að það er mikil samkeppni um stöður í liðinu, mikil breidd.
Alexander Helgi er mikilvægur hlekkur í liði Bika, með yfirvegun bindur hann saman vörn og sókn.
Mínus:
3-5-2 kerfi Blika virkaði vel í kvöld, uppspil liðsins er eitthvað sem má gagnrýna. Gæti komið ef Ágúst Gylfason heldur sig við kerfið.
Ungu strákarnir hans Arnars Gunnlaugss voru í vandræðum með að skapa færi í kvöld, ákvörðunartaka á síðasta þriðjung var agaleg.
Víkingum vantar fleiri möguleika að spila á fram á við, einhvern sem dregur vagninn með Nikolaj Hansen í markaskorun.