fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus: Hrundi eins og spilaborg

Victor Pálsson
Föstudaginn 10. maí 2019 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið mætti KA í hörkuleik á Kaplakrikavelli.

Halldór Orri Björnsson var í stuði fyrir lið FH sem vann 3-2 sigur og gerði tvö mörk fyrir heimamenn.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús

Halldór Orri Björnsson er að troða sokk í þá gagnrýni sem hann hefur mátt þola síðustu ár, flestir töldu að hann færi frá FH í vetur. Vildi sanna sig, æfði vel og er að uppskera.

Sóknarleikur KA er mjög háður því að Hallgrímur Mar sýni töfra sína. Frábært mark en honum vantar meiri hjálp.

Vítaspyrna Björns Daníels, hún var eins örugg og þær verða. Alvöru dæmi.

Mínus

FH vantar alvöru framerja, einhvern sem heldur bolta og gerir öðrum leikmönnum kleift að koma upp völlinn. Nafn Kristjáns Flóka er eitthvað sem mætti skoða og reyna.

Það verður fróðlegt að sjá marga af dómum Einars Inga Jóhannssonar í Pepsi Max-mörkunum. Margt skrýtið

Sigur FH var verðskuldaður, stærri hluta leiksins voru þeir betri. Þeir verða hins vegar að stýra leikjum betur í 90 mínútur

Hrun KA eftir að liðið komst yfir var áhugavert, leikur liðsins hrundi eins og spilaborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad