Alex Scott hefur gefið af sér gott orð sem sjónvarpskona á Englandi, hún er fyrrum varnarmaður enska landsliðsins í fótbolta. Bæði BBC og Sky Sports hafa notað Scott í að fjalla um stærstu viðburði sína.
Ekki eru svo mörg ár síðan, að það þótti í raun bjánalegt að hafa konu sem sérfræðing yfir knattspyrnu karla. Scott reynir að breyta þeim hugsunarhætti, hún mætir talsverðu ofbeldi.
,,Við komumst vonandi á þann stað að ég verð sérfræðingur, ekki kvenkyns sérfræðingur,“ sagði Scott.
,,Þegar við komumst þangað, þá erum við á réttri leið. Það að ég mæti og segi bara mína skoðun, er ein leið til að gera þetta eðlilegt.“
Scott lék lengi vel með Arsenal og í 13 ár með landsliðinu, hún þarf að mæta stafrænu ofbeldi of lengi.
,Twitter er fyrir alla að sjá, ég er áreitt kynferðislega þar á hverjum degi. Það sem heldur mér gangandi er að hjálpa öðrum, fólk kemur til mín á degi hverjum og segir að ég sé að gera eitthvað rétt.“