Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, sá sína menn tapa 3-2 gegn FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
Óli vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins í stöðunni 3-2 og var hundfúll með þá ákvörðun að dæma ekki vítaspyrnu.
Óli var ánægður með sína menn heilt yfir en vildi ekki tala mikið um þennan dóm eftir leik.
,,Ég held að það sé best að ég steinþegi yfir þessu. Ég ætla ekki að segja orðin sem fljúga yfir höfuð mér,“ sagði Óli.
,,Við skulum orða það þannig að það er mjög auðvelt að sleppa þessu inni á þessum velli. Við skulum láta það þar við liggja.“
,,Augljóslega var ég ósáttur, ég tala ekki um það. Ég ætla að reyna að þegja yfir dómaranum, hann á ekki skilið að fá komment frá mér í dag.“
Nánar er rætt við Óla um leikinn hér fyrir neðan.