Skagamenn hafa orðið fyrir áfalli en framherji liðsins, Viktor Jónsson verður úr leik næstu 4-5 vikurnar.
Framherjinn kinnbeinsbrotnaði gegn Fylki í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Hjörvar Hafliðason, sagði í þætti sínum Dr. Football að brotið væri slæmt, ekki væri hægt að spila með grímu.
Kom þar fram að Viktor yrði frá í 4-5 vikur en framherjinn gekk í raðir ÍA fyrir tímabilið.
Framherjinn skoraði í fyrstu umferð gegn KA en nú er ljóst að hann verður úr leik, fram í júní.