fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu ungan krakka haga sér eins og fífl: Stráði salti í sár Messi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. maí 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir ótrúlegan leik við lið Barcelona í fyrradag. Leikið var á Anfield en fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri Börsunga og var liðið því í frábærri stöðu fyrir leiknn.

Eitt mark var skorað í fyrri hálfleik í Liverpool en það gerði Belginn Divock Origi fyrir heimamenn á sjöundu mínútu. Í seinni hálfleik fór allt í gang hjá Liverpool og sérstaklega eftir innkomu Georginio Wijnaldum. Wijnaldum skoraði annað mark Liverpool á 54. mínútu með fínu skoti og svo annað stuttu seinna með frábærum skalla.

Það var svo Origi sem sá um að tryggja Liverpool áfram en hann skoraði fjórða mark liðsins eftir hornspyrnu.

Lionel Messi, stjarna Börsunga var í sárum eftir leik, til að bæta gráu ofan á svart var boltastrákur LIverpool með leiðindi við hann.

Hann hljóp að Messi eftir leik og skellti V-merkinu í andlitið á honum, í Bretlandi telst það ljótt að gefa einhverjum tvo fingur. Merkingin á því er að segja einhverjum að hoppa upp í rassgatið á sér.

Öryggisvörður reyndi að stoppa strákinn en ekki er líklegt að hann fái aftur að vera boltastrákur á Anfield.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart

England: Burnley vann Sunderland – Brentford kom mörgum á óvart
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“

Tjáir sig um Eze: ,,Ég get ekki skrifað undir samning fyrir hönd leikmannsins“
433Sport
Í gær

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði