Búist er við því að Ander Herrera muni á næstu dögum skrifa undir samning við PSG í Frakklandi. Þetta gerir hann eftir tímabilð á Englandi.
Samningur Herrera við United er að renna út en hann vildi hækka laun sín meira en United vildi.
Ensk blöð segja í dag að Herrera muni fá 100 þúsundum meira á viku en hann þénar í dag, það eru rúmar 15 milljónir
Það gera 60 milljónir á mánuði og 720 milljónir á ári, það er því eðlilegt að Herrera fari til Parísar.
Búist er við að Herrera sem kom til United árið 2014, geri þriggja ára samning við PSG.