Chelsea 1-1 Frankfurt (2-2, Chelsea í úrslit eftir vítakeppni)
1-0 Ruben Loftus-Cheek(28′)
1-1 Luka Jovic(49′)
Það fór fram hörkuleikur í Evrópudeildinni í kvöld er lið Chelsea fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn.
Liðin áttust við í undanúrslitum Evrópudeildarinnar en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi.
Það sama var upp á boðstólnum í kvöld en venjulegum leiktíma og framlengingu lauk með 1-1 jafntefli.
Ruben Loftus-Cheek kom Chelsea yfir áður en markavélin Luka Jovic jafnaði fyrir gestina.
Chelsea hafði að lokum betur í vítakeppni en Kepa Arizzabalaga reyndist hetja liðsins og varði tvær spyrnur.
Chelsea mætir því Arsenal í úrslitaleiknum en Arsenal sló Valencia úr keppni í kvöld.