Ef marka má enska götublaðið Mirror er tekist í í herbúðum Manchester United um það, hvort selja eigi Paul Pogba í sumar.
Sagt er að Ole Gunnar Solskjær vilji selja kappann sem vill ganga í raðir Real Madrid. Ed Woodward, stjórnarformaður United er ekki á sama máli.
Hann telur Pogba vera dýrmæta vöru þegar kemur að auglýsingum og slíku, hann horfir í það frekar en áhrif hans innan vallar.
Sagt e að Paul Pogba, miðjumaður United ætli sér burt í sumar. Hann telur félagið ekki hafa bætt sig eins og var lofað, þegar hann snéri aftur árið 2016.
Pogba ætlar samkvæmt ESPN að vera með leiðindi ef United vill ekki selja hann, til að komast burt.
Woodward hafnaði að selja Pogba til Barcelona síðasta sumar, þegar hann var í stríði við Jose Mourinho.