fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Gunnleifur fagnar 25 ára edrúafmæli í dag: „Ef ég hefði ekki hætt þá hefði farið mjög illa“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks og fyrrum markvörður Íslands fagnar 25 ára edrúafmæli sínu í dag.

Gunnleifur lagði flöskuna á hilluna 18 ára gamall, það hefur orðið til þess að hann hefur átt magnaðan feril sem knattspyrnumaður.

,,Tímamótadagur. Edrú í 25 ár! Ég er svo þakklátur fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að hætta að drekka, sem er besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ skrifar Gunnleifur á Twitter.

Gunnleifur er alveg viss um að lífið væri ekki eins gott, ef hann hefði bakkus við hönd.

,,Ég veit að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki hætt. Auðmjúkur og þakklátur á mínum risa degi.“

Árið 2013 ræddi Gunnleifur edrúmennskuna við Vísir.is „Ég var ekkert í slæmum félagsskap og flestir af strákunum sem ég ólst upp með eru enn góðir vinir mínir í dag,“ sagði Gulli

„Við skemmtum okkur mikið og prófuðum mikið. Lifðum lífinu, ef svo má að orði komast, og vorum kærulausir. Ég fór bara alltof langt niður og réði ekki við þetta.“ Hann bendir á að alkóhólismi hafi verið fjölskylduvandamál. Ég var kominn mjög langt niður og ef ég hefði ekki hætt þá hefði farið mjög illa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum