Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester Unied vill að Ed Woodward hætti að stýra leikmannakaupum og samningum hjá Manchester United. Neville hefur fengið nóg af starfi hans.
Woodward vill ráða inn yfirmann knattspyrnumála og hefur rætt við Rio Ferdinand og Darren Fletcher um það, Neville finnst það glórulaust. Hann vill mann með reynslu.
Ljóst er að miklar breytingar verða hjá Manchester United í sumar, félagið er á slæmum stað innan vallar en utan vallar blómstarar allt. Tekjurnar undir stjórn Woodward hafa aukist mikið.
,,Hvernig má það að vera að fjórir fyrrum leikmenn, sem hafa aldreið verið í viðskiptum, aldrei verið yfirmenn knattspyrnumála. Koma til greina í þetta hlutverk hjá stærsta félagi í heimi? Þetta er til skammar,“ sagði Neville.
Stuðningsmenn United eru á sama máli og Neville, þeir vilja ekki sjá það að Ed Woodward taki fleiri ákvarðanir fyrir félagið. Reiðin er mikil.
Stuðningsmenn United eru nú byrjaðir að henda félaginu út af vinalista sínum á samfélagsmiðlum. Félagið hefur misst talsvert af fylgjendum frá því í gær, á Twitter, Instagram og Facebook.
#UnfollowManUnited er herferð sem stuðningsmenn félagsins standa fyrir, stutt er í uppgjör á tímabilinu þar sem Woodward er vanur að ræða sterka stöðu félagsins á samfélagsmiðlum.
Árangurinn innan vallar er hræðilegur og nú vilja stuðningsmenn félagsins gera hann verri utan vallar svo Woodward fari úr starfi, framkvæmdarstjóra.