fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Stuðningsmenn United hafa fengið nóg: Þetta gera þeir til að komi höggi á félagið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester Unied vill að Ed Woodward hætti að stýra leikmannakaupum og samningum hjá Manchester United. Neville hefur fengið nóg af starfi hans.

Woodward vill ráða inn yfirmann knattspyrnumála og hefur rætt við Rio Ferdinand og Darren Fletcher um það, Neville finnst það glórulaust. Hann vill mann með reynslu.

Ljóst er að miklar breytingar verða hjá Manchester United í sumar, félagið er á slæmum stað innan vallar en utan vallar blómstarar allt. Tekjurnar undir stjórn Woodward hafa aukist mikið.

,,Hvernig má það að vera að fjórir fyrrum leikmenn, sem hafa aldreið verið í viðskiptum, aldrei verið yfirmenn knattspyrnumála. Koma til greina í þetta hlutverk hjá stærsta félagi í heimi? Þetta er til skammar,“
sagði Neville.

Stuðningsmenn United eru á sama máli og Neville, þeir vilja ekki sjá það að Ed Woodward taki fleiri ákvarðanir fyrir félagið. Reiðin er mikil.

Stuðningsmenn United eru nú byrjaðir að henda félaginu út af vinalista sínum á samfélagsmiðlum. Félagið hefur misst talsvert af fylgjendum frá því í gær, á Twitter, Instagram og Facebook.

#UnfollowManUnited er herferð sem stuðningsmenn félagsins standa fyrir, stutt er í uppgjör á tímabilinu þar sem Woodward er vanur að ræða sterka stöðu félagsins á samfélagsmiðlum.

Árangurinn innan vallar er hræðilegur og nú vilja stuðningsmenn félagsins gera hann verri utan vallar svo Woodward fari úr starfi, framkvæmdarstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar