Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðbliks biðst afsökunar á því að hafa sparkað í Leif Andra Leifsson, fyrirliða HK.
Elfar sparkaði í rassgatið á Leifi þegar Blikar jöfnuðu 2-2 gegn HK í Pepsi Max-deild karla um helginar.
Elfar missti sig í gleðinni eftir jöfnunarmark, sem Viktor Örn Margeirsson skoraði. Hann sparkaði í Leif, öskraði á markvörð HK. Hann bombaði svo í boltann og datt á hausinn.
,,>Bið alla Hk-inga afsökunar á að hafa sparkað í þeirra besta mann,“ skrifar Elfar á Twtitter í dag.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Bið alla Hk-inga afsökunar á að hafa sparkað í þeirra besta mann! https://t.co/QSKU7bzJHH
— Elfar Freyr Helgason (@elffhel) May 7, 2019