fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Fréttamenn gagnrýna Jón Rúnar: Edda Sif gat ekki byrjað viðtal – ,,Ég öskraði ekki“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Er það venjan að fyrrverandi formenn knattspyrnudeilda fylgi liðum frá velli og inn í klefa eftir leik? Og gargi note bene í leiðinni svo mikið á fréttamann og viðmælanda um alvöru menn sem ekki séu með strik í klofinu að það er ekki hægt að byrja viðtalið?,“ skrifar Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona á RÚV á Twitter í dag.

Edda er þar að tala um Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formann knattspyrnudeildar FH. Jón lét af störfum í vetur eftir að hafa unnið magnað starf fyrir félagið. Þrátt fyrir að vera hættur er Jón mættur á alla leiki FH.

,,Ég er Jón Rúnar Halldórsson, hvort ég sé fyrrverandi formaður eða núverandi skiptir þar engu. Ég öskraði ekki. Ég gat ekki séð að viðtalið væri í gangi.  Ég sagði að menn eigi að kvarta yfir aðstæðum sem eru óboðlegar, enda eru þær óboðlegar,“ sagði Jón Rúnar um málið við 433.is

Leikurinn sjálfur fór fram á gervigrasi í Laugardal og telur Jón að það séu óboðlegar aðstæður en hann sjálfur er mikill gras maður ef þannig má að orði komast.

Edda segir hann hafa öskrað í átt að sér þegar hún var að taka viðtal eftir leik Víkings og FH í Pepsi Max-deild karla i gær. Jón er ástríðufullur en fleiri fréttamenn blanda sér í umræðuna og telja að Jón hafi fengið að ganga of langt í mörg ár.

,,Mjög sérstakt að félögin leyfi þessum eina áhorfanda að fara ítrekað inn á lokað svæði. FH, Valur og Víkingur öll búin að leyfa þetta,“ skrifar Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri Fótbolta.net og stuðningsmaður FH.

Foringinn á Vísir.is, Henry Birgir Gunnarsson leggur einnig orð í belg. ,,Ekki síður sérstakt að þessi ágæti og áhugasami áhorfandi sjái nákvæmlega ekkert að því að hann sé í þessum göngutúrum á leikjum.“

Hafliði bendir á að Jón Rúnar sé fyrsti einstaklingurinn sem hafi fengið að fara fram fyrir auglýsingaskiltin á Hlíðarenda í síðustu viku. ,,Fyrsti áhorfandinn sem fær að vera fyrir innan auglýsingaskiltin á Hlíðarenda allavega,“ skrifar Hafliði og Henry svarar. ,,Þetta er svo stórkostlegt..“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum