Son Heung-min, er einn allra besti leikmaður Tottenham en hann hefur slegið í gegn á síðustu tveimur tímabilum. Uppeldi Son var afar harkalegt og gaf faðir hans, ekkert eftir. Hann beitti hann ofbeldi til að koma honum í fremstu röð.
Son er frá Suður-Kóreu, góður árangur hans með landsliðinu varð til þess að hann sleppur við herskyldu. Son er 26 ára gamall.
Son kom til Tottenham fyrir fjórum árum en hann býr með mömmu sinni og pabba í London. Þau vilja passa að hann fari ekki fram úr sér. Son má ekki gifta sig fyrr en að ferlinum lýkur, pabbi hans vill ekki að kona trufli líf hans.
Faðir hans ætlaði sér að gera Son að atvinnumanni, þeir æfðu mikið. Son Woong-jung, heitir kauði en hann bannaði Son hitt og þetta. Til 14 ára aldurs, þá bannaði hann honum að keppa. Hann átti bara að æfa sig, tækniatriðin voru þar efst á blaði.
,,Ég lamdi son minn reglulega, stundum er það nauðsynlegt,“ sagði Son Woong-jung um þá staðreynd að hann lamdi barnið sitt reglulega.
,,Ég skil alveg að Evrópubúar skilja ekki þessa hörku, þetta er eðlilegt hjá okkur. Svona gera foreldrar.“