Arsenal missteig sig í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Brighton á heimavelli sínum, Emirates.
Arsenal þurfti á sigri að halda í baráttu um Meistaradeildarsæti og eru nú afar litlar líkur á að liðið nái fjórða sæti.
Arsenal getur þó komist bakdyra megin í Meistaradeildina ef liðinu tekst að vinna Evrópudeildina.
Nú er myndband í dreifingu á Twitter þar sem má sjá arfaslakan varnarleik Arsenal í leik gærdagsins.
Það er óhætt að segja að vörnin sé ekki traustvekjandi og virðast menn vera allt út um allt og án skipulags.
Sjón er sögu ríkari.
Look at my club’s defense ??♂️pic.twitter.com/9aSPtCHyQs
— Mazi Ibe (@I_pissVodka) 5 May 2019