Manchester United mun ekki spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en þetta varð staðfest í gær. United mætti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni og komst yfir með marki frá Scott McTominay snemma leiks.
Isaac Mbenza náði svo að jafna metin fyrir heimamenn á 60. mínútu leiksins og lokastaðan 1-1. Það eru slæmar fréttir fyrir United en liðinu tókst ekki að leggja botnliðið og missir því að Meistaradeildarsæti.
United er með 66 stig í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Tottenham sem situr í því fjórða þegar einn leikur er eftir. United mun því annað hvort hafna í fimmta eða sjötta sæti deildarinnar að þessu sinni.
Tekjur United munu minnka við þetta en það er einnig ljóst að launagreiðslur félagsins lækka, allar helstu stjörnur félagsins lækka um 25 prósent í launum.
Laun Alexis Sanchez lækka um 125 þúsund pund á viku, það gerir tæpar 20 milljónir á viku.
Paul Pogba missir rúmar 10 milljónir á viku en þessar helstu tölur má sjá hér að neðan.