Hrós dagsins fær lið Sindra frá Höfn í Hornafirði en liðið spilaði við Reyni Sangerði í 3. deild karla í gær.
Sindra-menn mættu til Sandgerðis og spiluðu við heimamenn en þurftu að sætta sig við 3-1 tap.
Reynir birti frábæra mynd á Facebook-síðu sína eftir leikinn þar sem má sjá hvernig þeir í Sindra gengu um búningsklefann.
,,Þegar starfsfólk okkar (sjálfboðaliðar) fór inn í gestaklefann að viðureign lokinni blasti þessi sjón við,“ stóð í færslu Sindra.
,,Til algjörar fyrirmyndar hjá Sindramönnum og öðrum liðum til eftirbreytni.“
Klefinn var í algjöru toppstandi eftir að leikmenn Sindra höfðu yfirgefið svæðið og er umgengnin svo sannarlega til fyrirmyndar.
Færsluna má sjá hér fyrir neðan.