fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Plús og mínus: Enn ein mistökin – Er hann búinn á því?

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. maí 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram einn leikur í Pepsi Max-deild karla í kvöld en um var að ræða lokaleik 2. umferðar.

Víkingur Reykjavík fékk þá FH í heimsókn en leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Eimskipsvellinum.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Víkingar eru með ungt og skemmtilegt lið og voru alls ekki hræddir við að spila sinn eigin bolta í kvöld gegn stórliði FH.

Víkingar hafa byrjað tímabilið gegn Val og FH, jafntefli úr báðum leikjum sem eru svo sannarlega ásættanleg úrslit.

Það má einnig hrósa FH fyrir svarið í seinni hálfleik. Voru alls ekkert verri aðilinn þó þeir væru manni færri.

Halldór Orri Björnsson skoraði jöfnunarmark FH í kvöld en hann kom inná sem varamaður. Frábær móttaka og frábært slútt hjá Halldóri.

Mínus:

Það er útlit fyrir það að Gunnar Nielsen, markmaður FH sé bara búinn á því. Gerði enn ein mistökin í kvöld sem kostuðu sitt. Mistökin voru nokkur síðasta sumar.

Gunnar missti fyrirgjöf í fyrri hálfleik og fór boltinn beint fyrir fætur Nikolaj Hansen sem þakkaði fyrir sig og skoraði.

Brandur Olsen, þú þarft að hugsa þinn gang. Brandur fékk gult spjald á 11. mínútu leiksins fyrir ansi heimskulega tæklingu. Hann braut svo tvisvar af sér í viðbót og fékk annað gula spjald sitt á 44. mínútu fyrir annað afskaplega vitlaust brot.

Sölvi Geir Ottesen skoraði mark fyrir Víkinga á 53. mínútu leiksins eftir hornspyrnu en það var dæmt af. Ívar dómari sagði að Sölvi hefði brotið á Guðmundi Kristjánssyni en sá dómur var heldur tæpur. Markið hefði mátt standa.

FH fékk betri færi í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Verða að nýta þetta betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar