Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sá sína menn spila við Víking Reykjavík í Pepsi Max-deild karla í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en FH spilaði með tíu menn allan seinni hálfleikinn. Brandur Olsen fékk rautt spjald á 44. mínútu leiksins.
,,Ég tek þessu úr því sem komið var. Í fyrri hálfleik fáum við færi til að skora og við eigum að nýta þau,“ sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.
,,Auðvitað hefði ég viljað vinna leikinn rétt eins og Arnar en við nýttum ekki færin og ég verð að taka þessi stig og setja þau í pokann.“
,,Við verjum því sem Víkingar komu með á okkur sem tíu menn og mér fannst við eiga að refsa þeim, við mættum vera skynsamari og vorum að flýta okkur.“
,,Þórður varði vel og hélt þeim svolítið á floti. Rauða spjaldið sem Brandur fékk, ég tek það á mig.“
,,Ég hefði átt að taka hann útaf, skipta honum af velli fyrr. Það var taktur í þessa átt. Hann bauð upp á nokkur nudd brot og fyrra spjaldið var hárrétt.“
,,Ég átti að bregðast fyrr við, ég sendi mann í að hita upp en ég var að vona að hann myndi ekki fara í annað eða þriðja brotið.“