Iker Casillas, hafði ekki hugmynd um það að hann hefði fengið hjartaáfall á æfingu í síðustu viku.
Casillas fór í aðgerð á spítala í Porto eftir æfingu liðsins, þessi 37 ára gamli markvörður er á batavegi, eftir aðgerð.
Markvörðurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi í dag, en hann veit ekki hvað framtíð hans ber í skauti sér. Líklegt er að hann verði að hætta í fótbolta.
,,Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Casillas þegar hann fór af spítalanum.
,,Það mikilvægasta er að vera hérna í dag, mér líður betur. Ég hvíli mig í nokkrar vikur og mánuði.“