John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, er bálreiður út í framherjann Luis Suarez.
Suarez spilaði með Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku og skoraði mark í 3-0 sigri á hans fyrrum félagi, Liverpool.
Aldridge segir að hegðun Suarez hafi ekki verið ásættanleg í leiknum og að hann hafi alveg hundsað það sem félagið gerði fyrir hann á sínum tíma.
,,Suarez hagaði sér eins og rotta í Meistaradeildinni gegn Liverpool og það var óþarfi,“ sagði Aldridge.
,,Það er ekkert mál að hann hafi fagnað marki sínu. Bara því hann klæddist rauðri treyju þá þarf hann ekki að fela gleðina eftir að hafa skorað risa mark í stórum leik.“
,,Það sem var ekki ásættanlegt voru stælarnir í honum með og án bolta. Hann lét sig falla ef einhver kom nálægt honum og reyndi að fiska gult spjald á aðra við hvert tækifæri.“
,,Hann var mjög lúmskur. Hann var ógeðslegur og var allt sem aðrir voru vanir að segja að hann væri þegar við komum honum til varnar.“
,,Við vissum það að þetta væri leikmaður sem myndi hlaupa ömmu sína niður til að skora mark en allir ættu að sýna fortíðinni virðingu. Suarez kastaði þessum stuðningi aftur í andlit Liverpool.“