Stuðningsmenn Manchester United sáu mögulega suma leikmenn spila sinn síðasta leik í treyju félagsins í dag.
Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri United í dag eftir 1-1 jafntefli liðsins við Huddersfield.
Það má búast við að nokkrir leikmenn yfirgefi United í sumar og fylgi fyrirliðanum Antonio Valencia.
Nokkrir leikmenn hafa einfaldlega ekki staðist væntingar og gætu þurft að kveðja félagið í sumar.
,,Ég get ekki talað um einstaklinga núna en það eru líkur á því að þið hafið séð það síðasta af sumum leikmönnum,“ sagði Solskjær.
,,Það er alltaf möguleiki á að þið séuð að sjá þá í síðasta sinn. Ég mun ekki ræða einstaklina, ég held að það sé ekki sanngjarnt.“