Aron Einar Gunnarsson lék sinn síðasta heimaleik fyrir Cardiff í gær er liðið mætti Crystal Palace.
Aron er 30 ára gamall í dag en hann spilaði í 3-2 tapi gegn Palace sem sendi Cardiff niður um deild.
Aron samdi við lið Al-Arabi í Katar fyrr á árinu og er því að spila sitt síðasta tímabil í Wales.
Hans verður sárt saknað í borginni en Aron lék 270 deildarleiki á átta árum og skoraði í þeim 25 mörk.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al-Arabi og munu hann og Aron vinna saman á næstu leiktíð.
Miðjumaðurinn þakkaði fyrir sig á Twitter í gær og kvaddi um leið Cardiff.
Thank you for your support during the 8 years i have been here #bluebirds pic.twitter.com/9BEEDIZhTf
— Aron Einar (@ronnimall) 4 May 2019